HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 8. mars 2014

HRINGJARINN Á STOKKSEYRI

Einum færra í okkar hóp,
ekki er lengi að muna,
Gamalíel hokinn hljóp
að hringja á kerlinguna.
Magnús Teitsson

1 ummæli:

  1. Sumarið 1916 dó gömul kona á bænum Skipum austan Stokkseyrar. Daginn sem hún var jörðuð, voru Stokkseyringar að skipa upp salti; var það tekið úr bátum og látið upp í stóra vagna, er gengu á járnbrautarteinum eftir bryggjunni. Sex menn drógu hvern vagn. Einn vagninn drógu, ásamt fleirum, þeir Magnús Teitsson og hringjarinn við Stokkseyrarkirkju, er Gamalíel hét. Hann var valmenni, en langur og hlykkjóttur í vexti. Allt í einu kemur forsöngvarinn hlaupandi ofan á bryggjusporðinn, og kallar: „Gamalíel! Komdu að hringja við jarðarförina"! Gamalíel hljóp þá frá vagninum og Magnús kveður þessa vísu samstundis á eftir honum:

    SvaraEyða