HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 14. mars 2014

Þorláks-franska-höfn

Bráðum kemur Br[ill]jón
beint til Þorlákshafnar.
En það er verst, ef feðrafrón
í frönsku gulli kafnar.

Frakka banki byrgur er
af björtum Rinareldi,
og vill stofna ólmur hér
annað Frakkaveldi.

Allan þorskinn okkur frá
ætlar hann að veiða,
fossa' og árnar, fold og sjá
í franska hít að seyða.

Um hvað hugsar þjóð og þing?
Þarf nú ekki að vaka?
Á að láta auðkýfing
af oss bjórinn taka?

Kjói

1 ummæli:

  1. Franskir verkfræðingar komu til Þorlákshafnar sumarið 1911 að kanna hugsanlegt hafnarstæði og með í för var fyrverandi ræðismaður Frakka, hr. Jean Paul Brillouin sem var tilbúinn til að koma með franskt fjármagn í hafnargerðina. Jón Árnason var þá kaupmaður og útvegsmaður í Þorlákshöfn, en aldraður orðin. Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri á Eyrarbakka, keypti jörðina árið 1910 og hugðist selja hana aftur frönskum auðmönnum, en ekkert varð úr. [Brilljón, stendur hér fyrir Brillouin]

    SvaraEyða