HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 21. mars 2014

Kveðið um Karl

Harpan kná skal hljóða há,
hlusti fljóð, en syngi menn.
Því nú skal Karl, ég kalla á,
með kvæðum mínum enn.

Birtast hér blöðin þín,
bæld um alla veggi.
Skjótt skal færa í rím,
og svara skálda seggi.

Gott er að vera galla laus,
greindur góður maður.
En bestur er þinn bjálkahaus,
þótt til bóka lítt sé lagður.


Lágur á velli og lotinn er,
en lofar þó drottinn sinn,
“Gull af manni gafstu mér,
 gef mér nú annan helminginn”.

“Enn skal hefjast hróður minn”,
um holt og hæðir hrópar,
Sjálfur fegri en fyrirmyndin,
fljóðum að sér sópar.

Haninn hælir egin ham,
hvergi smeikur stærir.
Seint mun skúmur líkjast svan,
sem egi móðann ærir.
'OK.

1 ummæli:

  1. Karl þessi var sjálfumglaður og átti auðvelt með að yrkja vísur, og oft tvíeggja og klámfengnar. Af litlu tilefni gat sprottið upp vísa frá “Kalla” á einhverjum sneppli.

    SvaraEyða