HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 8. mars 2014

Aldamótahátíð

Stundin mikla stendur yfir,
stutt, en merk og tignarhá:
aðra slíka enginn lifir,
er nú þessa fær að sjá.

Eins og hverfur augnablikið
er hún raunar fram hjá skjót.
:,: En hún þýðir þó svo mikið
:,þessa,: stund eru' aldamót. :,:

Öldin, sem oss alið hefur,
eilífðar í djúp nú hvarf.
Hana munum! Hún oss gefur.
helgra menja dýran arf.

Framfara hún sáði sæði.
sendi not frá margri hlið.
 :,: Þökkum fyrir þegin gæði,
 :,Þökkum,: Drottins hjálp og lið. :,:

Straumur alda stanzar eigi:
Strax er byrjuð öld á ný. 
Hver af oss þó henni deyi
hana blessum fyrir því:

Framfaranna blóm hún beri,
bæti' og auki notin góð,
:,: farsæla með guðs hjálp geri,
:,góða',: og nýta vora þjóð. :,:
b.j.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli