HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

sunnudagur, 9. mars 2014

Á veiðum

Orðin hvetur ófeiminn,
og þess getur harmþrunginn:
„Hrafninn étur háfinn minn,
hann var betur ófenginn".
Magnús Teitsson

1 ummæli:

  1. Magnús Teits réri hjá Snorra á Hæringsstöðum eitt vor og þeir höfðu veitt mikið af háfi, sem þeir voru að þurrka á trönum til eldsneytis. Einn dag, er þeir komu úr róðri og sáu til lands, sjá þeir hrafna sitja á trönunum og vera að gæða sér á háfnum, sem þeim þykir mjög góður. — Snorri fjasar þá mikið um það, að háfurinn hefði verið betur ófenginn, heldur en fara í andskotans hrafninn. Þá kvað Mangi Teits þessa vísu.

    SvaraEyða