HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 7. mars 2014

Guðmundur Þorkelsson

Að „Bifur" leiði um báru heiði.
og branda meiði lukku með,
gefi veiði, en grandi eyði
guðs ég beiði almættið.
Ókunnur


Húna gammi hrindir fram,
Hrauns ráður hann Guðmundur
lætur þramma um lúðudamm,
liðugur við stjórn situr.
Ókunnur

Hann Guðmundur Hrauni frá,
hestinn sunda keyrir,
seims með lunda landi frá,
lýra grunda brautir á.
Ókunnur

Gjálfurs dýr með Guðmund rann,
grund um hlýra og afla fann.
Gamla býr á Hrauni hann,
hefnir skírast Þorkels vann.
Brynjúlfur Jónsson




2 ummæli:

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  2. Guðmundur Þorkelson á Gamla-Hrauni Eyrarbakka var formaður á Stokkseyri og í Þorlákshöfn á árunum 1856-1886. Um 1860 smíðaði Jón Gíslason í Austur Meðalholtum, bróðir Gríms í Nesi, áttróinn sexæring handa Guðmundi. Hann hét
    „Bifur", einstök gangstroka, og var Guðmundur formaður á honum, fyrst á Stokkseyri og síðan lengi í Þorlákshöfn. Fyrsta vísan var skorinn í bitann á "Bifur". Árið 1885 smíðaði Jóhannes Árnason á Stéttum tólfróinn teinæring handa Guðmundi og átti hann hálfan hluta skipsins, en Jón, sonur hans hálfan. Smíðakaupið var 70 krónur, og greiddu þeír feðgar það í gulli. Skip þetta hét „Svanur", og var Guðmundur formaður á því tvær seinustu formannsvertíðir sínar. Þá tók Guðmundur, sonur hans við. Síðasta vísan er eftir Brynjólf Jónsson, en hinar eftir ókunnan.

    SvaraEyða