HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

mánudagur, 10. mars 2014

Veðrið í Vesturheimi

„Þykknar í lofti þoka og mor, 
- þýtur og ýlir í trjánum. 
Byrjað að rigna í Baltimore, 
bráðum mun vaxa í ánum. 

Syndir í móðu sólin rauð, 
sífellt hann eykur hitann. 
í Halifax liggja hænsnin dauð, 
i Harlem þeir drekka svitann.

Bítur í fingur og bítur í tær, 
bólinu verð ég feginn. 
í Florida sögðu þeir fjúk í 
' gær 
og farið að ganga á heyin." 
Guðmundur Dan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli