HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

fimmtudagur, 13. mars 2014

Áttavísur sunnlenskar

Útsynningurinn er svo mikill glanni,
ber hann í sig býsna él,
birtir aftur næsta vel.
Mjög er hann líkur mislyndum manni.

Landnyrðingurinn liggur niðri á nóttum,
klár er hann og kaldur mest;
kindur margar lerkar verst,
mæðir þær í megurð og sóttum.

Útnyrðingurinn oftast er mjög kaldur,
færir hann snjó og fjúkin löng,
fyllir með þeim sunda-göng;
svalbrjóstaður sá er um allan aldur.

ókunnur 

1 ummæli: