HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

fimmtudagur, 6. mars 2014

VIÐ HAFIÐ

Við hafið er hugur vor bundinn.
Við heyrum í þögninni sjávarins nið.
Við horfum á brimið, er brýtur við sundin,
og brotsjói ólgandi verja þau hlið.
Er bátarnir grípa hin geigvænu lög,
vér greipar kreppum við áranna slög.
Marius

Engin ummæli:

Skrifa ummæli