HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 7. mars 2014

Ívar Geirsson

Kafteinn ör á öldujó
Ívar Geiri borinn,
æ með fjöri sækir sjó,
seigur, eirinn, þorinn.

"Vonin" flýtur ferða-trygg,
- faldar hvítu boðinn -
sundur brýtur báru-hrygg,
byrjar nýtur gnoðin.
Ókunnur

2 ummæli:

  1. Ívar Geirsson frá Sölkutóft Eyrarbakka, formaður fyrir skipi Eyrarbakkaverslunar.

    SvaraEyða
  2. Samið 1914 undir "Spói og Þröstur"

    SvaraEyða