HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 30. september 2014

Júnínætur

Eins og dánar eru þá
allar raddir kunnar
og vors í húmi hætti að slá
hjarta tilverunnar.

Sá fer gleði mjög á mis
og mun ei fá þess bætur,
sem að aldrei sólarris,
sá um júnínætur.
                                        B.E

laugardagur, 6. september 2014

Bitavísa Ásbjarnar Ásbjarnarsonar í Brennu á Eyrarbakka

Freyja, sporin farsældar, feti um hvalaengi,
hlotnist vegur hagsældar, hlunnajóri' og mengi.

Bitavísa Guðmundar Ólafssonar frá Sogni í Ölvesi, form. í Þorlákshöfn

Farsæll heitir flæðajór,
firrtur öllu grandi;
himnajöfur honum, stór,
hlífi á sjó og landi. 

Bitavísa Grims Gíslasonar í Óseyrarnesi

Fleyið fríða fullgjört er,
Farsæll rétta nafnið ber.
Ríkur drollinn ráði þér
Rangajórnum, hvar sem fer.

Bitavísa af ókunnu Landeyjarskipi

Friðhéðinn mig firðar kalla mega,
á sem róa eigið mér, allir séu blessaðir.

Bitavísa Þórðar Grímssonar á Stokkseyri

Farsæll í för allri
frið hljóli, liðs njóli
almáttar-mund Drottins,
marviðji þar styðji,
sem heldur um öldur,
auð gefi, nauð sefi,
svo hlöðnum frá flæði
frílending í sendi.

Bitavísa Guðmundar Þorkelssonar á Gamla-Hrauni

Að Bifur leiði um báruheiði
og brandameiði, lukku með
gefi veiði', en grandi eyði,
guðs ég beiði almættið.

Bitavísur Adolfs Adolfssonar á Slokkseyri

Blíðfari heitir báturinn
Björg oss veiti' af upsamýri.
Náðarhönd drottins sérhvert sinn
signi, blessi' og stýri.

„Farsæll " heitir flæðabjörn
farsæld veiti daginn hvern,
guðs háleita gæzku-vörn;
guð varðveiti öll sín börn.

Bitavísa Sigurðar Eyjólfssonar á Kaðlastöðum

Umsjón guðs og aðstoð blíð
ullum- fylgi skeyta.
hlunnajórnum farsæld fríð,
Fortúna má heita.

Bitavísa Gísla Magnússonar í Móhúsum.

Ég, „Björg", liðs þíns bezta bið
blíði faðir allra þjóða,
á hverja hlið, þitt hjálpræðið,
hjá þér standi', hið góða.

Bitavísa Jóns gamla Jónssonar á Vestri-Loftstöðum

„Guð miskunni nú öllum oss
og gef'i blessun sína".

(Upphaf á gömlum sálmi)

Bitavísa Jóns yngri Jónssonar á Vestri-Loftstöðum

„Drotlinn hlíða veiti vörn,
vorum lýð hvert sinni,
menn og fríðan borðabjörn
blessun skrýði sinni".

Bitavísa Sigurðar gamla Sigurðssonar á Eystri-Loftstöðum

„Sigurbjörgin hafi hylli' af himnakóngi sönnum.
Sigurbjörgin sæki fylli, sínum eignarmönnum".

Bitavísa Páls Eyjólfssonar í Eystra-Íragerði:

Svanur afla sætti feng um síldarheiði;
Blessun guðs og blíðust náðin bragna leiði.