HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 23. mars 2018

Segðu já

Nú þarf hann Jón að segja já,
jú eða jamm eða jæja þá,
ef greiða hún Gunna þarf að fá,
ella í jellið, blessuð kerlingin má.

Því ekki má orðvant í rúmmið æða
og ekkert káf né kel sem atlot auðga.
Um alla lagakróka skal ólesin fræða,
en hér telst að, bæði hvort öðru nauðga.sunnudagur, 11. febrúar 2018

Þingrefir

Þingmennirnir þutu á brott,
þegar tæmt var staupið.
Lögðu niður loðin skott
og laumuðust burt, með kaupið.

Magnús Teitsson