HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 7. mars 2014

Kristinn Þórarinsson

Einn er Kristinn aflakló
af álma-kvistum haldinn,
kjark ei misti kempan, þó
Kári hristi faldinn.

"Margrjet" hryndir hart á mið
Hljes- und strindi breiða
Hamist vindur, hugað lið
herðir í skyndi reiða.
Ókunnur

2 ummæli:

  1. Kristinn Þórarinsson, frá Neistakoti Eyrarbakka. Féll útbyrðis af vélbáti 1917 og druknaði.

    SvaraEyða
  2. Samið 1914 undir "Spói og Þröstur"

    SvaraEyða