HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 22. mars 2014

Guðmundur bóksali Guðmundsson

Mannsins œfi, starf og stríð,
stefnir fram á nýja tíð,
kynslóðanna arfinn ber
athöfn hver í skauti sér.

Því er mœtra manna starf
meginstoð í þjóðararf,
þeirra verkin þakka ber,
þegar dagur liðinn er.

Iðjumannsins haga hönd,
og hugans fögru vonarlönd,
eru þœttir þess, sem knýr
þjóðir fram og menning býr.

Þú, sem kosti þessa barst,
á þinni Löngu œfí varst
ímynd þess hve menning manns
mótar svip og gerðir hans.

Hreint og fágað, traust og tryggt
var tildurlaust þitt dagfar byggt.
Tómstundanna vinnan var
á vegum lista og menntunar.
 —
Minninganna blíður blœr
bezt til hjarta mannsins nœr,
trú á lífið Ijómann ber,
lengra fram en augað sér.
Maríus Ólafsson. 

föstudagur, 21. mars 2014

Kveðið um Karl

Harpan kná skal hljóða há,
hlusti fljóð, en syngi menn.
Því nú skal Karl, ég kalla á,
með kvæðum mínum enn.

Birtast hér blöðin þín,
bæld um alla veggi.
Skjótt skal færa í rím,
og svara skálda seggi.

Gott er að vera galla laus,
greindur góður maður.
En bestur er þinn bjálkahaus,
þótt til bóka lítt sé lagður.


Lágur á velli og lotinn er,
en lofar þó drottinn sinn,
“Gull af manni gafstu mér,
 gef mér nú annan helminginn”.

“Enn skal hefjast hróður minn”,
um holt og hæðir hrópar,
Sjálfur fegri en fyrirmyndin,
fljóðum að sér sópar.

Haninn hælir egin ham,
hvergi smeikur stærir.
Seint mun skúmur líkjast svan,
sem egi móðann ærir.
'OK.

Alpan sálmurinn

Eyrarbakki, ó Eyrarbakki,
að það skuli vera hér,
eitt álpönnu fyrirtæki,
sem af öllu öðru ber.

Sjáið bara sjálfan “Lordinn”
sem keyrir fína Caprí, Fordinn.
Og “Stóri-Rauður” stendur stífur,
sem allan daginn málar skífur.

Og “Súpermann” stendur þar,
Maríus og allar síðri hetjurnar.
Sveittir, svartir steyparar,
Svika-Pétur og aumingjar.

Jarek í ofninum, og blessaða “Húfan”.
Anetta og Iwona, og Imba ljúfan.
Við erum svartir og sveittir,
og svakalega skítugir.

Henrý rennir, Hörður kennir,
en hundurinn ekki nennir,
“Svarti” steypir, Úlfur reykir,
og skelfing margir veikir.
'OK.

JÓAVÍSUR

Hugur minn er heftur nú,
höndin er í molum,
get hvorki gefið kind, né kú,
eða komið nærri folum.

En þó ég hafi létta lund,
er ég leikin framar vonum,
átt ég gæti ástarfund,
uppá nokkrum konum.
--------
Sat hún oft við söng og saum,
gaf svöngum magafylli,
með lærin aum og lúin hné
en ljómandi góð á milli.
Jói B

fimmtudagur, 20. mars 2014

Útsýni

Lítum við í landsuðrið
leyfist útsýn valla,
bláan himin bera við
brúnir Eyjafjalla.

En í suðri Eyjarnar
innan löðurbandsins
rísa úr djúpi dýrðlegar
dætur meginlandsins.

Þórólfsfell í austri er
og instu jökuldrögin,
þar við háan himin ber,
hvítu svellalögin.

Norður prýðir hlíðin hlý,
himinbláma dregin.
Ofar leika léttfleyg ský
ljósi sólar slegin.
Bjarni Eggertsson

mánudagur, 17. mars 2014

Hringhendur

Vetur líður, dimman deyr,
dvínar hríðaforðinn,
vermir blíður vorsins þeyr,
varpar hýði storðin.

Gægist fjalla fjöldinn þá
fram úr mjalla trafi,
fyr sem stalla og hnjúka há
huldi alla í kafi.

Harða snjárinn harma ber,
hrynja tár um dranga,
tindur hár því orðinn er
æði blár á vanga.

Fer á spretti fljót og á,
finst mér þetta gaman,  
vængjalétta von og þrá
vorið fléttar saman. 

Spói

BELGINGUR

Plægir sæ með földum fley,
fægir snæ með köldum þey;
frægir lægja' á öldum ei,
Ægir vægir höldum, nei! 

Hrafn

HARÐINDI

Sortinn bægir sólu frá,
saman snæinn rekur.
Útá sæinn ýtar gá,
ef að lægja tekur.

Sólar felur bliða brá
bylur elur kvíða.
Njóla dvelur. Hlíðar há
hylur élið stríða.

Spói

sunnudagur, 16. mars 2014

SÆROK

Ennþá Kári óður hvín,
æðir sjár á löndin.
Ógna bára yfir gín,
Er í sárum ströndin. 
Spói.

laugardagur, 15. mars 2014

Vorharðindi

Hríðin langa miklast mér,
meiðast skepnugreyin.
Tíðin stranga ýfin er,
eyðast drepnu heyin.
12 ára 1910

VORIÐ

Vorið er komið, já vorið,
sem vekur af dvala alt,
og yngir það upp að nýju,
sem áður var dautt og kalt.

Hvers vegna þegirðu þröstur,
þegar vorsólin skín?
Komdu til hríslunnar, kæri,
kveddu' henni Ijóðin þín!

Komdu og gneggjaðu gaukur,
fyrst góðviðri komið er,
lyngi og laufrunnum smáum,
leiðist að bíða' eftir þér.

Hættu' ekki að kveða kjói,
komdu með yeá-ið þitt;
bíður þín fit og flói,
eg finn þar og hreiðrið mitt.
Spói

Þingvísur sunnlenskar

Þegar valda lystug ljón
lögðu Björn að velli,
dragsúgurinn, doktor Jón,
drap í hárri elli.

Það er orðið opinbert
og ekki sagt í glensi,
að þeir hafi í gœrdag gert
Gunnar að Excellence.

Þegar Völund þrýtur merg,
þrotum gjalds að hamla,
sel eg fyrir silfurberg
sálina þeim gamla.

Það er sorg að þjóðin á
þennann hænsna skara,
ég vil hengja` á einni rá
alla liðhlaupara.

Heldur meiri hug og dáð
hélt ég vera` í Skúla
en hann legði alt sitt ráð
undir Jón í Múla.

Það dugar ei þótt þeir skjali og skrumi
og skrökvi í múginn,
það lendir alt í flasi og fumi
og fer í súginn.
Ókunnur.


Nú er orðið naumt með dáð,
nú er Björninn dottinn,
sjálfsagt Friðrik sér það ráð
að setja mig við pottinn.

Senn er hljótt um salina,
svæfir ótti garpana.
Á um nótt að útnefna
á „gráskjóttum" ráðherra
Spói


Þið staudið alveg eins og glópar
engan getið bent á manninn !"
Svona Friðrik hátt nú hrópar ;
hinir aftur svara þanninn:

„í vandræðum við alveg erum,
elsku Friðrik manninn veldu.
Víð engir traust til annars berum,
okkur helzt til Rússlande seldu".

Kári 

Spörfuglar

Galar Þröstur og Gaukur,
góðviðri báðir spá;
kúri eg hljóður í holti
og hlusta sönginn á.

Spói

Við Gullfoss

Gott er að sjá þig Gullfoss minn
gaman að hlusta á sönginn.
Raular undir við óðinn þinn
öldruð klettaþröngin.

Hugfanginn ég hlusta á þig,
horfi á fall þitt streyma.
Senn mun niðurinn svæfa mig
svo fer mig að dreyma.

Þröstur

Rottumansöngur

Oft eg stari í augun þin,
á mig snör þau glotta,
æskufjörið úr þeim skín,
yndislega Rotta!

Flauelskjólinn fína þinn
fljóð ei skulu spotta,
þó í-honum sé aðeins skinn,
þú átt hann skuldlaust, Rotta!

Á þér herða aldrei þarf
við eldhússtörf né þvotta,
fjör og iðni fékstu' í arf
hjá foreldrunum, Rotta!

Um heimilið þitt hugsar þú
heldur enn þig að „flotta".
Dregur næga björg í bú
búkonan hún Rotta.

Aurunum ei eyðir þú
í eldinn né til þvotta,
hjá þér samt er hreinlegt bú,
heiðurskonan, Rotta!

Vesalingur varastu
vél og kattar-hrotta,
afkvæmunum innrættu
allar dygðir, Rotta!

Á því segist ekki neitt,
ef þau forðast votta,
þó komist þau í ketið feitt,
og kroppi í það, Rotta!

Bömum þínum bannaðu
Bjössa eitur totta,
en segðu þeim og sannaðu,
að sé hann prestur, Rotta.

Rottufrumvarp ráð þeim til
að rífa, tæta og spotta;
en þingsins ef að það kemst til,
þingsins vertu Rotta! 

Mus Rottus

föstudagur, 14. mars 2014

Loftur frá Vatnsnesi

Verkin Lofts, er Vatnsnes bætti,
verðugt er að meta hátt.
Einn að slíku orka mætti,
og með snild, er dæmafátt.

Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi

Þorláks-franska-höfn

Bráðum kemur Br[ill]jón
beint til Þorlákshafnar.
En það er verst, ef feðrafrón
í frönsku gulli kafnar.

Frakka banki byrgur er
af björtum Rinareldi,
og vill stofna ólmur hér
annað Frakkaveldi.

Allan þorskinn okkur frá
ætlar hann að veiða,
fossa' og árnar, fold og sjá
í franska hít að seyða.

Um hvað hugsar þjóð og þing?
Þarf nú ekki að vaka?
Á að láta auðkýfing
af oss bjórinn taka?

Kjói

Kaffi upp á krít

Bárður á Tóftum biður um pund af baunakaffi,
en kaupmaðurinn kvartar sáran
og kitlar upp í gásar nárann.

Bárður Diðriksson

AFTANKÖLD

Mönnum voru miðin völd,
margur hélt að gerði fjúk:
Ingólfsfjall í Aftanköld,
Einar romm í Þurrárhnjúk.

Bárður Diðriksson

fimmtudagur, 13. mars 2014

ÓHAPP

Þungt er að ganga þennan sand 
þó ég áfram togi. 
Netin komin nú á land 
í nefndum Selavogi. 

Sigurður Guðmundsson

Áttavísur sunnlenskar

Útsynningurinn er svo mikill glanni,
ber hann í sig býsna él,
birtir aftur næsta vel.
Mjög er hann líkur mislyndum manni.

Landnyrðingurinn liggur niðri á nóttum,
klár er hann og kaldur mest;
kindur margar lerkar verst,
mæðir þær í megurð og sóttum.

Útnyrðingurinn oftast er mjög kaldur,
færir hann snjó og fjúkin löng,
fyllir með þeim sunda-göng;
svalbrjóstaður sá er um allan aldur.

ókunnur 

miðvikudagur, 12. mars 2014

Siggi, Mangi og Bensi-Þór

Við kabyssuna Siggi sat
og sína spennti út anga.
Hann var að sjóða hundamat,
handa sér og Manga.

Þó að aldan þyki stór
og þreyti margan rokið,
það batnar þegar Bensi Þór
bleytir á oss kokið.

Magnús Teitsson

Bjarni Grímsson

Bjarni slynga happa-hönd, 
hefir á þingum vanda, 
djarfur þvingar ára-önd 
út á hringinn-landa. 

Frækinn drengur fram um ver, 
fiskað lengi getur. 
Stýrir „Feng" og eitthvað er 
ef öðrum gengur betur.

ókunnur

HÁSKAHIMNAFÖR

Dætur Ránar dilla knör 
dansa og faldinn ýfa. 
Það er háskahimnaför 
á hæstu toppum svífa.

Hinrik frá Merkinesi

ALDAN

Aldan reið með kalda kinn 
kastar hún sér á hauðrið inn, 
boðar neyð og bágindin, 
brýtur skarð í sjógarðinn.

sr. Eiríkur Eiríksson

LJÓMALIND

Fyrir efni í ungan kálf
úr eigu tekið þínni,
Ljómalind nú sendir sjálf
silfur úr pyngju minni.

Guðmundur "bóki"

Til Brynjúlfs

Ekkert skil ég í að þú
aldrei skulir síma,
úr þvi hafimn ertu nú
yfir rúm og tíma.

Vertu sæll, ég sakna þín
en sé þig, vinur, aftur,
þegar sumarsólin skín
og sálar þroskast kraftur.

Guðmundur "bóki"

þriðjudagur, 11. mars 2014

HEKLUGOS

Ekki er Hekla elda-dauð
iðkar forna siðinn,
lýsir á nóttum loga-rauð,
lönd og fiskimiðin.

Hekla eykur eldana,
ýmsir tjónið kanna.
Færir glóðar-feldana
fast að byggðum manna.

Bjarni Eggertsson

NÆRHALDIÐ

Það vill leita einatt út
sem inni er stíft og baldið.
Fyr hefi eg saumað fyrir hrút
og fáið þið mér haldið !       

Guðrún  á Reykjum       

Vertu góður

Vertu góður, vinur minn,
við þá menn sem hrasa,
því að hinsti hjúpur þinn
hefur enga vasa
Guðmundur Þorláksson.                 

YNDISSNAUÐUR

Margur nauða byrði ber,
þó bresti ei auð á foldu,
yndissnauður óskar sér
ofan í rauða moldu.        

Jóhannes Jónsson             

Fúsi snikkari

Mikið er ég minni en Guð.
Máske það geri syndin.
Á átta dögum alsköpuð
er nú kirkjugrindin.

Brúðhjónin, er brúka fyrst,
bekkinn þann ég laga,
óska ég að akneytist
alla sína daga.

Sigfús Guðmundsson

U.M.F.E 30 ára

Komum saman, syngjum ljóð,
seiðum. til vor liðna daga.
Hérna vonavígið stóð,
vörður sínar æskan hlóð,
— hér var unnið margt af móð,
minningarnar geislum braga.
Komum saman, syngjum ljóð,
seiðum til vor liðna daga.

Minninganna mildur blær.
merlar hlýtt um liðnar stundir.
Æskan björt er öllum kær,
unaðsfagurt vorið hlær,
helgum töfrum hjörtu slær
himinbjartir vona lundir.
Minninganna mildur blær.
merlar hlýtt um liðnar stundir.

Félag vort, við skugga og skin
skín nú minning þrjátíu ára.
Efldir margan ungan hlyn,
áttir margan góðan vin,
oft í þungum þrautadyn
þú fékkst marga reynslu sára.
Félag vort, við skugga og skin
skín nú minning þrjátíu ára.

Þrjátiu árin þökkum við,
þökkum dáðrík störf og sóma,
—hverjum sem að lagði lið
og lífsins benti á fögur svið,
— á hvern, sem gaf oss mark og mið,
minninganna stafar ljóma.
Þrjátíu árin þökkum við,
þökkum dáðrík störf og sóma,

Látum gleði gcisla af brá,
gerum fagurt kvöldsins yndi.
Ljúfa strengi leikum á,
látum gleði unað strá.
Sólheið birta, sumarþrá
saman alla hugi bindi.
Látum gleði geisla af brá,
gerum fagurt kvöldsins yndi.

Rístu æska einum hug
upp með vorsins ljóma í hjarta.
Gerðu hærra, fegra flug,
freisting hverri hrind á bug,
fylktu liði af dirfsku og dug,
drenglund sanna láttu skarta.
Rístu æska einum hug
upp með vorsins ljóma í hjarta.

Æska lyftu að húni hátt
hreinu, björtu, göfgu merki.
Vígðu fegurð vormanns þátt,
vektu dyggðir, þrek og mátt,
sæktu djörf í sólarátt,
sýndu dáð í hverju verki.
Æska lyftu að húni hátt
hreinu, björtu, göfgu merki.

Guðmundur Þórarinsson

mánudagur, 10. mars 2014

Svanastóllinn

Flottir eru stólarnir, fallegir kjólarnir,
Fín er eftirlits frúin.
Peninga bófarnir og fjármála kjóarnir,
bossan hvíla lúinn.
o.k.

Þyslingur á færi

Flýtur blóð um fölvað dekk
frjósa ljóð á vörum.
Ástarglóðin unaðsþekk
eykur gróðurmátt í svörum.
Ragnar Lár

Veðrið í Vesturheimi

„Þykknar í lofti þoka og mor, 
- þýtur og ýlir í trjánum. 
Byrjað að rigna í Baltimore, 
bráðum mun vaxa í ánum. 

Syndir í móðu sólin rauð, 
sífellt hann eykur hitann. 
í Halifax liggja hænsnin dauð, 
i Harlem þeir drekka svitann.

Bítur í fingur og bítur í tær, 
bólinu verð ég feginn. 
í Florida sögðu þeir fjúk í 
' gær 
og farið að ganga á heyin." 
Guðmundur Dan.

sunnudagur, 9. mars 2014

Regn

„Droparnir falla á foldu, 
foldina snævi hulda, 
foldina mína fögru, 
foldina elds og kulda. 

Leitast þeir við að leysa 
landið úr fjötrum mjalla, 
en seint gengur það, því sólin 
sefur að baki fjalla."

Guðmundur Hagalín 

Grímur á kvartilinu

Yfir bjartan bárupart
berst með hjarta ólinu,
grætur vart þó gangi ei hart,
Grímur á kvartilinu.
Magnús Teitsson

Á veiðum

Orðin hvetur ófeiminn,
og þess getur harmþrunginn:
„Hrafninn étur háfinn minn,
hann var betur ófenginn".
Magnús Teitsson

Landshöfðingjagotið

Baróninn sér brá á flot,
burði hefur nóga.
Landshöfðingja látið got
lika fór að róa.
Magnús Teitsson

laugardagur, 8. mars 2014

HREKKUR

Landshöfðinginn lá og svaf,
lítið vissi um hrekki.
Drengurinn fór á dauðans kaf,
en Drottinn vildi hann ekki.
Magnús Teitsson

FALLINN HRYSSA

Mig vill stanga mæðan skörp,
mér finnst langur skaðinn,
Ólafur svangur étur Jörp,
ég má ganga í staðinn.
Magnús Teitsson

HRINGJARINN Á STOKKSEYRI

Einum færra í okkar hóp,
ekki er lengi að muna,
Gamalíel hokinn hljóp
að hringja á kerlinguna.
Magnús Teitsson

ANDLÁTSFREGN

Ella á Mýrum er nú dauð,
önd og fjöri rúin.
Heimurinn gleypir hennar auð,
hún var efnum búin.
Magnús Teitsson

VÍNARBRAUÐIN

Gerið skemmdi gaddurinn, 
glerharðindi vóru. 
Hörmung var það, Hannes minn, 
hvernig brauðin fóru.
Magnús Teitsson

STORMUR

Griðum hafnar hrannar rót
heiftum safnar brýnum.
Stríðir hrafninn húna mót
honum nafna sínum.
(Björn Pétursson, Fljótum)

BRIMVÍSUR

Unnar dætur feykja falda,
fagran stíga dans á sjá.
Á eftir stormi lifir alda,
undarlega brött og há,

Ómar ægis hörpu hljóð,
yfir húm og heima.
Á eftir fjöru fellur flóð,
og flæðir yfir hleina.
o.k.

BAKKABÁTAR

Gufubátnum Oddi á
ég mun héðan flakka,
þegar kæri knörrinn sá
kemur frá Eyrarbakka.
(Jón Þórðarson Fljótshlíðarskáld)

Hinum óar útá sjó,
ýtir Jóhann djarfur nóg,
aflakló um ýsumó
aldrei þó hann bresti ró.

Hafs um leiðir Hjálparinn
hraður skeiðar vélknúinn.
Hrannir freyða um hástokkinn,
hvín í reiða stormurinn.

Hjálparinn um fiskafrón
flytur drengi ósjúka.
Buddunum hann Brennu-Jón
biður upp að ljúka.

Aldamótahátíð

Stundin mikla stendur yfir,
stutt, en merk og tignarhá:
aðra slíka enginn lifir,
er nú þessa fær að sjá.

Eins og hverfur augnablikið
er hún raunar fram hjá skjót.
:,: En hún þýðir þó svo mikið
:,þessa,: stund eru' aldamót. :,:

Öldin, sem oss alið hefur,
eilífðar í djúp nú hvarf.
Hana munum! Hún oss gefur.
helgra menja dýran arf.

Framfara hún sáði sæði.
sendi not frá margri hlið.
 :,: Þökkum fyrir þegin gæði,
 :,Þökkum,: Drottins hjálp og lið. :,:

Straumur alda stanzar eigi:
Strax er byrjuð öld á ný. 
Hver af oss þó henni deyi
hana blessum fyrir því:

Framfaranna blóm hún beri,
bæti' og auki notin góð,
:,: farsæla með guðs hjálp geri,
:,góða',: og nýta vora þjóð. :,:
b.j.


Bitavísur

Gylli "Farsæll" gæfan snjöll,
Þar gellur sjór og vindur hvell.
Stilli gæfan ókjör öll,
elli til ei fái spell.

Þeim, sem veiðimönnum ann,
unnar á meiði reiða,
heilög beiði ég hamingjan
heill fram reiði greiða.

Einar Jóhannsson

BÁRAN 1941

"Þegar mótbyr mæðir þyngst
mörgum þykir nóg að verjast.
En eins og þegar þú varst yngst
þannig skaltu áfram berjast".

SJÁVARFLÓÐ

Nú er dapurt drengjum hjá,
dimmt að vaka sjónum á.
Nú er hríðin næsta dimm
1925.

Helga Magnúsdóttir

"Undra tól er talsíminn
töframætti sleginn.
Heyrir gegnum helli sinn
hún Helga mín í Reginn."

Björn Bjarnason

Kolbeinn Jónsson

Heldur Kolur heim úr veri,
hlut með rýran,
Engan mola á af sméri,
og illa býr hann.

Kolbeinn Jónsson

SKANKAVELDI

Heiftin geisar hart um torg,
herðir kölski ganginn.
Skankaveldis brunnin borg,
buðlung hennar fanginn.

Háeyrardrápa

Guðmundur heitir garpurinn frægi,
úti á gamla Eyrar-bakka.
Ef hans er kuggur kyrr í lægi,
þorir enginn við Unnir makka.

Guðmundar eru' ei gelur viltar:
Á miðjum degi dimmir á Bakka..
Kallar hann þá: "Komið, piltar,
verið fljótir í verstakka".

Segl hann þenur og sjónhending
hleypir þráðbeina til Þorlákshafnar.
Þar er í stormum þrauta-lending,
víkin aðdjúp og varir jafnar.

Vaskra formanna foringi er hann,
þeirra er ýta frá Eyrar-bakka.
Eins og höfðingi af þeim ber hann.
Fjölmargir honum fjör sitt þakka.

Segir hann hvast við sveina horska:
"Við förum eigi færi að greiða;
í dag á ekki að draga þorska;
nú skal á mið til mannveiða".

Formenn tuttugu fara á eftir,
eins og svani ungar fylgja,
hreppa lendingu hart að kreptir.
Sleppifeng varð fár-bylgja

Helblind eru sker og hár hver boði
úti fyrir Eyrar-bakka.
Þegar sjó brimar er búinn voði,
ef lagt er fleyi leið skakka.

Teinæringinn út hann setur.
Byrstast hvítar brúnir á Ægi.
Guðmundur öllum öðrum betur
kann í sundum að sæta lagi.

Ef þið komið á Eyrar-bakka,
kvikur er enn í karli dreyri.
En leitið ekki um lága slakka.
Hetjan býr á Há-eyri.

Það var á vetrarvertíð einni,
árdagur fagur og útlitsgóður;
vermönnum þótti venju seinni
Guðmundur til, að greiða róður.

Skamt fyrir utan sker og boða
tuttugu ferjur fljóta' á bárum,
ætla sjer búinn beinan voða,
fáráðar, líkt og fuglar í sárum.

Manna er hann mestur á velli,
herði-breiður og brúna-þungur,
kominn langt á leið til elli,
sifelt þó í sinni ungur.

Hann í allar áttir starir,
snýr svo breiðu baki að sandi:
"Einráðir skuluð um ykkar farir,
en jeg mun í dag drolla í landi"

En þegar gamla garpinn sjá þeir
renna skeið úr skerja-greipum,
kviknar hugur, krafta fá þeir,
óhræddir fyrir öðru en sneypum.

Engin hlýtur hann heiðurs-merkin,
en færið karli kvæði þetta.
Veit jeg að fyrir frægðar-verkin
honum mun Saga sæmdir rjetta.

 Hjala vermenn: "Ei var hann bleyða,
en nú er gengið garpi hraustum".
Bjart var loft og ládeyða.
Skipin, tuttugu, skriðu' úr naustum.

 Aldrei gerast orðmargar
hetju-ræður, en hnífi jafnar:
"Við Eyrar er boði, sem bleyðum fargar,
stefnum því til Þorlákshafnar".

Góður var fengur Guðmundar,
er fleyin úr voða færði að sandi.
Skal því honum til skapa-stundar
hróður vís á voru landi.
Gestur.

föstudagur, 7. mars 2014

Guðjón Jónsson

Guðjón sjáinn ýtir á
oft, þó láin rjúki blá,
hræðast má ei maður sá
marar fláu öskrin há.

Drafnar-ála kannar knör,
klýfur þjála Ægis-skör,
Hönd úr stáli heim í vör
honum "Njáli" beinir för.
Ókunnur

Guðmundur Ísleifsson

Guðmund arfa Ísleifs má
oft á karfa hlöðnum sjá,
hönd með djarfa, hár með grá,
Hlés ber starfið gott skyn á.
                              
Lætur flakka formaður
fokku-rakka ótrauður,
eiðir stakka alkunnur,
austur- »Bakka« víkingur.

Þótt að hára hvítni krans,
hlýðir »Ársæll« boði manns,
enn þá knár við Drafnar-dans,
drengur fár er maki hans.
Ókunnur

Kristinn Þórarinsson

Einn er Kristinn aflakló
af álma-kvistum haldinn,
kjark ei misti kempan, þó
Kári hristi faldinn.

"Margrjet" hryndir hart á mið
Hljes- und strindi breiða
Hamist vindur, hugað lið
herðir í skyndi reiða.
Ókunnur

Jón Jónsson

Jón við Norður- kendur kot,
kappa forðum jafninn,
ljet úr skorðum skríða á flot
skötu-storðar-hrafninn.

"Færsæl" hleypir hnýsu tún,
hjálmunvalar gætir,
ærið gneypur undir brún,
Unn þá fjalir vætir.
Ókunnur