HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 15. mars 2014

VORIÐ

Vorið er komið, já vorið,
sem vekur af dvala alt,
og yngir það upp að nýju,
sem áður var dautt og kalt.

Hvers vegna þegirðu þröstur,
þegar vorsólin skín?
Komdu til hríslunnar, kæri,
kveddu' henni Ijóðin þín!

Komdu og gneggjaðu gaukur,
fyrst góðviðri komið er,
lyngi og laufrunnum smáum,
leiðist að bíða' eftir þér.

Hættu' ekki að kveða kjói,
komdu með yeá-ið þitt;
bíður þín fit og flói,
eg finn þar og hreiðrið mitt.
Spói

2 ummæli:

  1. Hér er höfundurinn "Spói" að eggja skáldbræður sína "Gauk" "Kjóa" og "Þröst" til að halda áfram að yrkja og kveðast á við sig á opinberum vettvangi, sem var einkum "Suðurland". Þetta var vorið 1911

    SvaraEyða
  2. Það má teljast sennilegt að skáldnefnið "Spói" egi Oddur Oddson gullsmiður og "Þröstur" er næsta örugglega skáldnefni Guðmundar Guðmundssonar kaupmanns í Heklu.

    SvaraEyða