HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

mánudagur, 10. mars 2014

Þyslingur á færi

Flýtur blóð um fölvað dekk
frjósa ljóð á vörum.
Ástarglóðin unaðsþekk
eykur gróðurmátt í svörum.
Ragnar Lár

1 ummæli:

  1. Í lúkarnum á Hersteini litla, var stílabók sem kölluð var "Skálda" og menn skrifuðu í vísur eða annað. En þessi bók tíndist einn góðan veðurdag og þótti mönnum mikið tjón. Hásteinn var upphaflega Stokkseyrarbátur, en seldur til Vestmannaeyja. Þegar fyrsti róðurinn var farinn, eftir að hann var seldur til Eyja voru þeir ekki komnir lengra en skammt austur fyrir skansinn þegar Ási í bæ sem stýrði bátnum sagði að nú skyldu menn renna færum. Frost var á og stilla og var því hélað dekkið. Einhver dró þyrskling og var hann óðar blóðgaður og blóðið rann um dekkið. Þá orti Ragnar Lár þessa vísu.

    SvaraEyða