HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 12. mars 2014

Siggi, Mangi og Bensi-Þór

Við kabyssuna Siggi sat
og sína spennti út anga.
Hann var að sjóða hundamat,
handa sér og Manga.

Þó að aldan þyki stór
og þreyti margan rokið,
það batnar þegar Bensi Þór
bleytir á oss kokið.

Magnús Teitsson

1 ummæli:

  1. Magnús Teitsson frá Stokkseyri var ötull við kveðskapinn alla tíð. Þessar vísur eru frá því um lok skútualdar.

    SvaraEyða