HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

mánudagur, 17. mars 2014

Hringhendur

Vetur líður, dimman deyr,
dvínar hríðaforðinn,
vermir blíður vorsins þeyr,
varpar hýði storðin.

Gægist fjalla fjöldinn þá
fram úr mjalla trafi,
fyr sem stalla og hnjúka há
huldi alla í kafi.

Harða snjárinn harma ber,
hrynja tár um dranga,
tindur hár því orðinn er
æði blár á vanga.

Fer á spretti fljót og á,
finst mér þetta gaman,  
vængjalétta von og þrá
vorið fléttar saman. 

Spói

1 ummæli: