HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 8. mars 2014

HREKKUR

Landshöfðinginn lá og svaf,
lítið vissi um hrekki.
Drengurinn fór á dauðans kaf,
en Drottinn vildi hann ekki.
Magnús Teitsson

1 ummæli:

  1. Sigurður og Gyða bjuggu á jörðinni Grímsfjósum i nokkur ár. Sigurði þótti vænt um býlið og kallaði það í gamni Landið og sjálfan sig Landshöfðingja. Þau Gyða eignuðust fjóra sonu og þrjár dætur. Eitt sumar, þegar börnin voru orðin stálpuð, tók Sigurður sér hádegisblund á heitum sólskinsdegi, en drengirnir voru að leika sér á bökkum Löngudælar. Var þá einum þeirra, Jóni, fleygt í dælina, en hann náðist aítur lifandi.

    SvaraEyða