Jón á sjóinn
setur far,
sonur tjáist
Guðmundar
Borg er frá án
búskapar,
í blóma sá er
æskunnar.Brynjúlfur Jónsson
Jón með háa
hugprýði,
hlutar
snilldarlega.
Þessi frá er
Framnesi,
fáki ráar
stýrandi.
Símon Dalaskáld
Símon Dalaskáld
Stýra sunda mæki
má,
mikið
snilldarlega,
er Guðmundar
sonur sá
síldar grundu djarfur á.
Símon Dalaskáld
Símon Dalaskáld
Japa sunda jarðar hrings
Jón Guðmundar arfi,
meður lunda báru bings
beitir á grundu hafrennings.
Steingrímur Ólafsson
Steingrímur Ólafsson
Jón Guðmundar arfinn er,
á Framnesi býr hann,
hvals á grundu greiðast fer,
geira lundar höpp ei þver.
Steingrímur Ólafsson
Steingrímur Ólafsson
Framnes-Jón um
foldar hring,
fer í happa
vonum,
laus við tjón í
landnyrðing,
lukkan þjónar
honum slyng.
Hofs-Gísli
Hofs-Gísli
Hvals á frón inn hugdjarfi,
hlunna ljóni stýrandi,
gildur þjónar gæfunni
gætinn Jón í Framnesi.
Magnús Teitsson
Magnús Teitsson
Jón Guðmundsson var elstur Gamla-Hrauns bræðra. Hann bjó nokkur ár í Framnesi í Hraunshverfi (1886—1892) og (1904—1906), en annars á Gamla-Hrauni. Fyrsta vísan er eftir, Brynjúlf Jónsson 1885. Tvær eftir Símon Dalaskáld 1887-1888. Tvær eftir Steingrím Ólafsson frá Geldingarnesi 1889. Ein eftir Hofs-Gísla á Stokkseyri 1891. Síðasta eftir Magnús Teitsson Stokkseyri 1891.
SvaraEyða