HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 8. mars 2014

BAKKABÁTAR

Gufubátnum Oddi á
ég mun héðan flakka,
þegar kæri knörrinn sá
kemur frá Eyrarbakka.
(Jón Þórðarson Fljótshlíðarskáld)

Hinum óar útá sjó,
ýtir Jóhann djarfur nóg,
aflakló um ýsumó
aldrei þó hann bresti ró.

Hafs um leiðir Hjálparinn
hraður skeiðar vélknúinn.
Hrannir freyða um hástokkinn,
hvín í reiða stormurinn.

Hjálparinn um fiskafrón
flytur drengi ósjúka.
Buddunum hann Brennu-Jón
biður upp að ljúka.

1 ummæli:

  1. Jóhann var Bjarnason í Einarshöfn og var hann með vélbátinn "Hjálparinn" þegar þessar vísur voru samdar árið 1914, en annars var Jón Sigurðsson í Túni með bátinn fyrir verslunina á Eyrarbakka. Vélstjóri var Brynjólfur Vigfússon í Merkisteini.

    SvaraEyða