HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 11. mars 2014

HEKLUGOS

Ekki er Hekla elda-dauð
iðkar forna siðinn,
lýsir á nóttum loga-rauð,
lönd og fiskimiðin.

Hekla eykur eldana,
ýmsir tjónið kanna.
Færir glóðar-feldana
fast að byggðum manna.

Bjarni Eggertsson

1 ummæli:

  1. Bjarni Eggertsson [1877-1951] búfræðingur var oddviti Eyrarbakkahrepps 1922-1925 og bjó að Tjörn. Í Annáli Heklugosa [eldgos.is] er sagt frá miklu eldgosi í Heklu sem hófst þann 29. mars 1947 og kemur það heim við þessa vísu hans Bjarna. Gosið stóð í 13 mánuði.

    SvaraEyða