Stundin mikla stendur yfir,
stutt, en merk og tignarhá:
aðra slíka enginn lifir,
er nú þessa fær að sjá.
Eins og hverfur augnablikið
er hún raunar fram hjá skjót.
:,: En hún þýðir þó svo mikið
:,þessa,: stund eru' aldamót. :,:
Öldin, sem oss alið hefur,
eilífðar í djúp nú hvarf.
Hana munum! Hún oss gefur.
helgra menja dýran arf.
Framfara hún sáði sæði.
sendi not frá margri hlið.
:,: Þökkum fyrir þegin gæði,
:,Þökkum,: Drottins hjálp og lið. :,:
Straumur alda stanzar eigi:
Strax er byrjuð öld á ný.
Hver af oss þó henni deyi
hana blessum fyrir því:
Framfaranna blóm hún beri,
bæti' og auki notin góð,
:,: farsæla með guðs hjálp geri,
:,góða',: og nýta vora þjóð. :,:
b.j.
b.j.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli