HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 9. ágúst 2024

Lágmenningin og litadýrðin

Hin litríka lágmenning,

leiðir list og sköpun.

Visk er sú kenning,

að menn séu komnir af öpum. 

laugardagur, 18. nóvember 2023

GRINDAVÍK

Ó Grindavík, ó Grindavík, 

Ekki er gott að vita.

Bölvuð er sú auma brík,

sem heldur á þér hita.

~Oka. 

föstudagur, 10. desember 2021

Eyrarbakki

 Sól og sumar í landi

Sýngur hátt um flóa,

Sendlingur á sandi

Sem í holtum lóa. 


Yfir mela og móa 

og moldir smalar þeysa, 

Síga, hotta, hóa-

hestar eyrun reisa.


Svanir á suðurleiðum 

Syngja hátt yfir Bakka,

stjörnur á himni heiðum 

heilar nætur vakka!


Er það kyn þó kunni

þar karl að meta sprakkann?

og unga fólkið unni 

hvort öðru þar um Bakkann?


Þars hátt um hljóðar nætur

slær hjartað Ránar stóra;

þar á þrá mín dætur,

þar er hún fædd - hún Dóra.

~Sigurður Sigurðsson 1906

fimmtudagur, 6. maí 2021

Bátarímur

 


Bátarnir á Bakkanum,
eru í landi núna.
Lallinn er á lakkskónum,
að leika sér við frúna.

Bátarnir á Bakkanum,
liggja út á lónunum.
Lekur allt úr Lallanum,
límonaðið í ló'unum. 

Bátarnir á Bakkanum,
burt frá landi líða,
Liggur illa á Lallanum
Því lengi má'ann bíða.

Bátarnir á Bakkanum,
lúra yfir lóðunum.
Lætur hátt í Lallanum,
liggjandi á ló'unum.

Bátarnir á Bakkanum,
landa línu aflanum,
Liggur vel á Lallanum,
léttur úti á Naflanum.

Oka 

föstudagur, 23. mars 2018

Segðu já

Nú þarf hann Jón að segja já,
jú eða jamm eða jæja þá,
ef greiða hún Gunna þarf að fá,
ella í jellið, blessuð kerlingin má.

Því ekki má orðvant í rúmmið æða
og ekkert káf né kel sem atlot auðga.
Um alla lagakróka skal ólesin fræða,
en hér telst að, bæði hvort öðru nauðga.



sunnudagur, 11. febrúar 2018

Þingrefir

Þingmennirnir þutu á brott,
þegar tæmt var staupið.
Lögðu niður loðin skott
og laumuðust burt, með kaupið.

Magnús Teitsson

laugardagur, 29. apríl 2017

Ort var um Jón í Íshúsinu

Enginn barnar eins og hann,
af öllum landsinns sonum.
Fjögur á ári eignast hann,
með aðeins tveimur konum.