HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 10. desember 2021

Eyrarbakki

 Sól og sumar í landi

Sýngur hátt um flóa,

Sendlingur á sandi

Sem í holtum lóa. 


Yfir mela og móa 

og moldir smalar þeysa, 

Síga, hotta, hóa-

hestar eyrun reisa.


Svanir á suðurleiðum 

Syngja hátt yfir Bakka,

stjörnur á himni heiðum 

heilar nætur vakka!


Er það kyn þó kunni

þar karl að meta sprakkann?

og unga fólkið unni 

hvort öðru þar um Bakkann?


Þars hátt um hljóðar nætur

slær hjartað Ránar stóra;

þar á þrá mín dætur,

þar er hún fædd - hún Dóra.

~Sigurður Sigurðsson 1906

fimmtudagur, 6. maí 2021

Bátarímur

 


Bátarnir á Bakkanum,
eru í landi núna.
Lallinn er á lakkskónum,
að leika sér við frúna.

Bátarnir á Bakkanum,
liggja út á lónunum.
Lekur allt úr Lallanum,
límonaðið í ló'unum. 

Bátarnir á Bakkanum,
burt frá landi líða,
Liggur illa á Lallanum
Því lengi má'ann bíða.

Bátarnir á Bakkanum,
lúra yfir lóðunum.
Lætur hátt í Lallanum,
liggjandi á ló'unum.

Bátarnir á Bakkanum,
landa línu aflanum,
Liggur vel á Lallanum,
léttur úti á Naflanum.

Oka