HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 21. mars 2014

JÓAVÍSUR

Hugur minn er heftur nú,
höndin er í molum,
get hvorki gefið kind, né kú,
eða komið nærri folum.

En þó ég hafi létta lund,
er ég leikin framar vonum,
átt ég gæti ástarfund,
uppá nokkrum konum.
--------
Sat hún oft við söng og saum,
gaf svöngum magafylli,
með lærin aum og lúin hné
en ljómandi góð á milli.
Jói B

1 ummæli:

  1. Selfyssingurinn, og Eyrbekkingurinn Jói B byrjaði snemma á lífsleiðinni að yrkja vísur, en svo kyntist hann bakkusi, sem varð hans lífsförunautur.

    SvaraEyða