HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 8. mars 2014

FALLINN HRYSSA

Mig vill stanga mæðan skörp,
mér finnst langur skaðinn,
Ólafur svangur étur Jörp,
ég má ganga í staðinn.
Magnús Teitsson

1 ummæli:

  1. Sigurður Sigmundsson og Gyða, kona hans, voru Skaftfellingar að ætt. Þegar þau voru í tilhugalífinu, fór Gyða eitt sumar austur í átthaga sína að finna ættingja og vini. Til þeirrar farar fékk hún lánaða ágæta, jarpa reiðhryssu, er Magnús átti. Hryssan meiddist svo mikið í ferðinni, að það varð að slátra henni um haustið. Magnúsi þótti vænt um Jörp sína og vildi ekki slátra henni sjálfur, en lét Ólaf nokkurn í Móakoti gera það og fá af henni kjötið. Þá kvað Magnús þessa vísu.

    SvaraEyða