HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 15. mars 2014

Við Gullfoss

Gott er að sjá þig Gullfoss minn
gaman að hlusta á sönginn.
Raular undir við óðinn þinn
öldruð klettaþröngin.

Hugfanginn ég hlusta á þig,
horfi á fall þitt streyma.
Senn mun niðurinn svæfa mig
svo fer mig að dreyma.

Þröstur

1 ummæli:

  1. Þessi vísa var ort við Gullfoss sumarið 1910. Skáldið kallar sig Þröst.

    SvaraEyða