HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

fimmtudagur, 13. mars 2014

ÓHAPP

Þungt er að ganga þennan sand 
þó ég áfram togi. 
Netin komin nú á land 
í nefndum Selavogi. 

Sigurður Guðmundsson

1 ummæli:

  1. Jóhann Guðmundsson formaður frá Gamla-Hrauni varð fyrir þeirri óheppni að tapa netatrossum, sem ráku upp í Selvog. Jóhann, Árni Helgason í Akri og Sigurður bróðir Jóhanns fóru út í Selvog og báru trossurnar á bakinu út í Þorlákshöfn. Þá samdi Sigurður þessa vísu.

    SvaraEyða