HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

sunnudagur, 9. mars 2014

Regn

„Droparnir falla á foldu, 
foldina snævi hulda, 
foldina mína fögru, 
foldina elds og kulda. 

Leitast þeir við að leysa 
landið úr fjötrum mjalla, 
en seint gengur það, því sólin 
sefur að baki fjalla."

Guðmundur Hagalín 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli