HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 11. mars 2014

Fúsi snikkari

Mikið er ég minni en Guð.
Máske það geri syndin.
Á átta dögum alsköpuð
er nú kirkjugrindin.

Brúðhjónin, er brúka fyrst,
bekkinn þann ég laga,
óska ég að akneytist
alla sína daga.

Sigfús Guðmundsson

1 ummæli:

  1. Sigfús, hét maður snikkari Guðmundsson á Eyrarbakka (1805-1877) var hann kunnur húsasmiður og kirkjusmiður. Þegar hann var yfirsmiður yfir Stokkseyrarkirkju hinni næstsíðustu árið 1857, [sem stóð til ársins 1886, eins og segir í Stokkseyringasögu Guðna Jónssonar.] og lokið var smíði grindarinnar orti Sigfús fyrri vísuna hér. en síðan smíðaði hann brúðarbekk og orti þá síðari vísuna. Kona hans var Jarþrúður Magnúsdóttur, og bjuggu á Skúmstöðum á Eyrarbakka. Sigfús dó 9. janúar 1877, 74 ára að aldri.

    SvaraEyða