HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 7. mars 2014

Guðfinnur Þórarinsson

Stýrir flausti fengsamur.
fjarðar-roða-eiðir,
gætinn, hraustur Guðfinnur,
gegnum boðaleiðir.

Lætur þreyta "Fálkann" flug
flóðs um reiti kalda,
drengja sveitin sýnir dug,
sær þótt bleyti falda.
Ókunnur

1 ummæli:

  1. Guðfinnur Þórarinsson á Eyri,(1867-1927) formaður af Eyrarbakka.
    Mótorskip hans "Sæfari" er áður hét "Framtíðin" fórst á Bússusundi 25.apríl 1927 með allri áhöfn. Vísurnar eru þó mun eldri og sennilega frá því um aldamótin 1900.

    SvaraEyða