HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 11. mars 2014

NÆRHALDIÐ

Það vill leita einatt út
sem inni er stíft og baldið.
Fyr hefi eg saumað fyrir hrút
og fáið þið mér haldið !       

Guðrún  á Reykjum       

1 ummæli:

  1. Feimin Vinnukona hjá þeim Guðrúnu og Einari á Reykjum færðist undan því að bæta nærbrók húsbóndans. Kvað þá Guðrún, sem var mikill hagyrðingur, þessa vísu í glettni.
    -Úr sagnaætti Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.

    SvaraEyða