seiðum. til vor liðna daga.
Hérna vonavígið stóð,
vörður sínar æskan hlóð,
— hér var unnið margt af móð,
minningarnar geislum braga.
Komum saman, syngjum ljóð,
seiðum til vor liðna daga.
Minninganna mildur blær.
merlar hlýtt um liðnar stundir.
Æskan björt er öllum kær,
unaðsfagurt vorið hlær,
helgum töfrum hjörtu slær
himinbjartir vona lundir.
Minninganna mildur blær.
merlar hlýtt um liðnar stundir.
Félag vort, við skugga og skin
skín nú minning þrjátíu ára.
Efldir margan ungan hlyn,
áttir margan góðan vin,
oft í þungum þrautadyn
þú fékkst marga reynslu sára.
Félag vort, við skugga og skin
skín nú minning þrjátíu ára.
Þrjátiu árin þökkum við,
þökkum dáðrík störf og sóma,
—hverjum sem að lagði lið
og lífsins benti á fögur svið,
— á hvern, sem gaf oss mark og mið,
minninganna stafar ljóma.
Þrjátíu árin þökkum við,
þökkum dáðrík störf og sóma,
Látum gleði gcisla af brá,
gerum fagurt kvöldsins yndi.
Ljúfa strengi leikum á,
látum gleði unað strá.
Sólheið birta, sumarþrá
saman alla hugi bindi.
Látum gleði geisla af brá,
gerum fagurt kvöldsins yndi.
Rístu æska einum hug
upp með vorsins ljóma í hjarta.
Gerðu hærra, fegra flug,
freisting hverri hrind á bug,
fylktu liði af dirfsku og dug,
drenglund sanna láttu skarta.
Rístu æska einum hug
upp með vorsins ljóma í hjarta.
Æska lyftu að húni hátt
hreinu, björtu, göfgu merki.
Vígðu fegurð vormanns þátt,
vektu dyggðir, þrek og mátt,
sæktu djörf í sólarátt,
sýndu dáð í hverju verki.
Æska lyftu að húni hátt
hreinu, björtu, göfgu merki.Guðmundur Þórarinsson
Ungmennafélag Eyrarbakka UMFE, var stofnað 5.maí 1920. Þrjátíu ára afmælisfagnaður þess var þó ekki haldinn í maí 1950, heldur 13. janúar 1951. Formaður var þá Guðmundur Þórarinsson kennari og samdi hann þetta ljóð á þessum tímamótum.
SvaraEyða