HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 8. mars 2014

Háeyrardrápa

Guðmundur heitir garpurinn frægi,
úti á gamla Eyrar-bakka.
Ef hans er kuggur kyrr í lægi,
þorir enginn við Unnir makka.

Guðmundar eru' ei gelur viltar:
Á miðjum degi dimmir á Bakka..
Kallar hann þá: "Komið, piltar,
verið fljótir í verstakka".

Segl hann þenur og sjónhending
hleypir þráðbeina til Þorlákshafnar.
Þar er í stormum þrauta-lending,
víkin aðdjúp og varir jafnar.

Vaskra formanna foringi er hann,
þeirra er ýta frá Eyrar-bakka.
Eins og höfðingi af þeim ber hann.
Fjölmargir honum fjör sitt þakka.

Segir hann hvast við sveina horska:
"Við förum eigi færi að greiða;
í dag á ekki að draga þorska;
nú skal á mið til mannveiða".

Formenn tuttugu fara á eftir,
eins og svani ungar fylgja,
hreppa lendingu hart að kreptir.
Sleppifeng varð fár-bylgja

Helblind eru sker og hár hver boði
úti fyrir Eyrar-bakka.
Þegar sjó brimar er búinn voði,
ef lagt er fleyi leið skakka.

Teinæringinn út hann setur.
Byrstast hvítar brúnir á Ægi.
Guðmundur öllum öðrum betur
kann í sundum að sæta lagi.

Ef þið komið á Eyrar-bakka,
kvikur er enn í karli dreyri.
En leitið ekki um lága slakka.
Hetjan býr á Há-eyri.

Það var á vetrarvertíð einni,
árdagur fagur og útlitsgóður;
vermönnum þótti venju seinni
Guðmundur til, að greiða róður.

Skamt fyrir utan sker og boða
tuttugu ferjur fljóta' á bárum,
ætla sjer búinn beinan voða,
fáráðar, líkt og fuglar í sárum.

Manna er hann mestur á velli,
herði-breiður og brúna-þungur,
kominn langt á leið til elli,
sifelt þó í sinni ungur.

Hann í allar áttir starir,
snýr svo breiðu baki að sandi:
"Einráðir skuluð um ykkar farir,
en jeg mun í dag drolla í landi"

En þegar gamla garpinn sjá þeir
renna skeið úr skerja-greipum,
kviknar hugur, krafta fá þeir,
óhræddir fyrir öðru en sneypum.

Engin hlýtur hann heiðurs-merkin,
en færið karli kvæði þetta.
Veit jeg að fyrir frægðar-verkin
honum mun Saga sæmdir rjetta.

 Hjala vermenn: "Ei var hann bleyða,
en nú er gengið garpi hraustum".
Bjart var loft og ládeyða.
Skipin, tuttugu, skriðu' úr naustum.

 Aldrei gerast orðmargar
hetju-ræður, en hnífi jafnar:
"Við Eyrar er boði, sem bleyðum fargar,
stefnum því til Þorlákshafnar".

Góður var fengur Guðmundar,
er fleyin úr voða færði að sandi.
Skal því honum til skapa-stundar
hróður vís á voru landi.
Gestur.

1 ummæli:

  1. Guðmundur ísleifsson á Háeyri var fæddur 17. janúar 1850 á Suður-Götum í Mýrdal og ólst upp í fátækt. Hann réðist ungur vinnumaður til Guðmundar Thorgrimsens á Eyrarbakka. Skömmu síðar fór hann að Háeyri og kvæntist þar Sigríði dóttur Þorleifs heitins ríka. Guðmund'ur byrjaði snemma formensku og umbreylti þá bátaútvegi og sjómensku.

    SvaraEyða