HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 12. mars 2014

LJÓMALIND

Fyrir efni í ungan kálf
úr eigu tekið þínni,
Ljómalind nú sendir sjálf
silfur úr pyngju minni.

Guðmundur "bóki"

1 ummæli:

  1. Haraldur Guðmundsson á Háeyri á Eyrarbakka, átti afbragðs kynbótanaut. Einhverju sinni þegar Haraldur var fjarverandi átti kýr Guðmundar "bóka" sem Ljómalind hét, samneyti við bolann, og e.t.v. með smá aðstoð Guðmundar. Haraldi sendi hann svo þessa vísu með greiðslu. Guðmundur "bóki" var faðir Guðmundar kaupfélagsstjóra í "Heklu" og afi Lárusar Blöndal.

    SvaraEyða