HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

fimmtudagur, 6. mars 2014

GÖNGULJÓÐ U.M.F.E

Frjálsan, léttan, fagran dans
fram á sléttan völl,
sterklega við stígum;
stynja grundir, fjöll.

Viðlag:
Bylur bára við sand,
blika ránar tjöld.
Allan taka Eyrarbakka,
æskuunar völd.

Stigu áður álfar dans,
undir kváðu ljóð.
Nú eru vikivakar
að vinna okkar þjóð.
Bylur bára við sand o, s. frv....

Glatt, er oft í góðri sveit,
glymur loft af söng. : ,
Tökum allir undir,
Íslands kvæðaföng.
Bylur bára við sand o. s. frv...

Fagurt æsku félagslíf,.
frjálst og græskulaust,
hæfir svanna og sveini,
sem eru glöð og hraust.
Bylur bára við sand o., s. frv...

Stígum fram og strengjum heit
stokkinn ramma á:
Að við skulum alla :
okkar krafta ljá .
      (viðlag:) „
vorri vaxandi þjóð,
verja okkar land,
Eyrarbakka yrkja og græða
ógróinn sand.

2 ummæli:

  1. Þetta ljóð var ort í Fjölni 1929 höf.ókunnur.

    SvaraEyða
  2. Það má telja sennilegast að Aðalsteinn Sigmundsson kennari og stofnandi U.M.F.E hafi átt hér hlut að máli.

    SvaraEyða