HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 15. mars 2014

Rottumansöngur

Oft eg stari í augun þin,
á mig snör þau glotta,
æskufjörið úr þeim skín,
yndislega Rotta!

Flauelskjólinn fína þinn
fljóð ei skulu spotta,
þó í-honum sé aðeins skinn,
þú átt hann skuldlaust, Rotta!

Á þér herða aldrei þarf
við eldhússtörf né þvotta,
fjör og iðni fékstu' í arf
hjá foreldrunum, Rotta!

Um heimilið þitt hugsar þú
heldur enn þig að „flotta".
Dregur næga björg í bú
búkonan hún Rotta.

Aurunum ei eyðir þú
í eldinn né til þvotta,
hjá þér samt er hreinlegt bú,
heiðurskonan, Rotta!

Vesalingur varastu
vél og kattar-hrotta,
afkvæmunum innrættu
allar dygðir, Rotta!

Á því segist ekki neitt,
ef þau forðast votta,
þó komist þau í ketið feitt,
og kroppi í það, Rotta!

Bömum þínum bannaðu
Bjössa eitur totta,
en segðu þeim og sannaðu,
að sé hann prestur, Rotta.

Rottufrumvarp ráð þeim til
að rífa, tæta og spotta;
en þingsins ef að það kemst til,
þingsins vertu Rotta! 

Mus Rottus

1 ummæli: