Oft eg stari í
augun þin,
á mig snör þau
glotta,
æskufjörið úr
þeim skín,
yndislega Rotta!
Flauelskjólinn
fína þinn
fljóð ei skulu
spotta,
þó í-honum sé
aðeins skinn,
þú átt hann
skuldlaust, Rotta!
Á þér herða
aldrei þarf
við eldhússtörf
né þvotta,
fjör og iðni
fékstu' í arf
hjá foreldrunum,
Rotta!
Um heimilið þitt
hugsar þú
heldur enn þig að
„flotta".
Dregur næga björg
í bú
búkonan hún
Rotta.
Aurunum ei eyðir
þú
í eldinn né til
þvotta,
hjá þér samt er
hreinlegt bú,
heiðurskonan, Rotta!
Vesalingur
varastu
vél og
kattar-hrotta,
afkvæmunum
innrættu
allar dygðir,
Rotta!
Á því segist ekki
neitt,
ef þau forðast
votta,
þó komist þau í
ketið feitt,
og kroppi í það,
Rotta!
Bömum þínum
bannaðu
Bjössa eitur
totta,
en segðu þeim og
sannaðu,
að sé hann
prestur, Rotta.
Rottufrumvarp ráð
þeim til
að rífa, tæta og
spotta;
en þingsins ef að
það kemst til,
þingsins vertu
Rotta!
Mus Rottus
Ort 1911, höfundur ókunnugur.
SvaraEyða