Þegar valda
lystug ljón
lögðu Björn að
velli,
dragsúgurinn,
doktor Jón,
drap í hárri elli.
Það er orðið
opinbert
og ekki sagt í
glensi,
að þeir hafi í
gœrdag gert
Gunnar að
Excellence.
Þegar Völund
þrýtur merg,
þrotum gjalds að
hamla,
sel eg fyrir
silfurberg
sálina þeim
gamla.
Það er sorg að
þjóðin á
þennann hænsna
skara,
ég vil hengja` á
einni rá
alla liðhlaupara.
Heldur meiri hug
og dáð
hélt ég vera`
í Skúla
en hann legði alt
sitt ráð
undir Jón í Múla.
Það dugar ei þótt
þeir skjali og skrumi
og skrökvi í
múginn,
það lendir alt í
flasi og fumi
og fer í súginn.Ókunnur.
Nú er orðið naumt
með dáð,
nú er Björninn
dottinn,
sjálfsagt Friðrik
sér það ráð
að setja mig við
pottinn.
Senn er hljótt um
salina,
svæfir ótti garpana.
Á um nótt að
útnefna
á „gráskjóttum" ráðherraSpói
Þið staudið alveg
eins og glópar
engan getið bent
á manninn !"
Svona Friðrik hátt
nú hrópar ;
hinir aftur svara
þanninn:
„í vandræðum við
alveg erum,
elsku Friðrik
manninn veldu.
Víð engir traust
til annars berum,
okkur helzt til Rússlande seldu".
okkur helzt til Rússlande seldu".
Kári
Samdar fyrri hluta árs 1911
SvaraEyða