Lítum við í
landsuðrið
leyfist útsýn
valla,
bláan himin bera
við
brúnir
Eyjafjalla.
En í suðri
Eyjarnar
innan löðurbandsins
rísa úr djúpi
dýrðlegar
dætur
meginlandsins.
Þórólfsfell í
austri er
og instu
jökuldrögin,
þar við háan
himin ber,
hvítu
svellalögin.
Norður prýðir
hlíðin hlý,
himinbláma
dregin.
Ofar leika léttfleyg
ský
ljósi sólar slegin.Bjarni Eggertsson
Bjarni Eggertsson var búfræðingur á Eyrarbakka og bjó fyrst að “Tjörn” en síðan á “Sólvangi”. Vísan er sennilega ort á ferð í Fljótshlíð á 3ja áratug síðustu aldar.
SvaraEyða