Þorri og Góa, grálynd hjú,
gátu son og dóttur eina.
Einmánuð sem bætti ei bú
og blíða Hörpu að sjá og reyna.
Mattías ef mjúkur er
máttugt frost þá vorið ber.
Vindur, hríð og veður hart,
verður fram á sumar bjart.
Mattías þýðir oftast ís,
er það greint í versum.
Annars kala verður vís,
ef vana bregður þessum.
Á Marteinsdag ef mundi loft
meður regn, eg segi,
veðradymmur verður oft
veður frá þeim degi.
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp frá þessu.
Rauða tunglið vottar vind,
vætan bleytu hlýðir.
Skíni ný með skærri mynd
skírviðri það þýðir.
Febris ei ef færir fjúk,
frost né hörku neina.
Kuldinn sár þá kennir búk,
karlmenn þetta reyna.
Góu og þorra grænku og for
geng ég sumarklæddur
má þó ekki orða vor
öðruvísi en hræddur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli