HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

fimmtudagur, 6. mars 2014

SAMKEPPNIN LIFI

Kátt er um jólin koma þau senn,
þá trúi ég að upp líti „Bakka- og Flóamenn.
Upp munu þeir líta og undrast það mest
að eldgos úr Heklu á þrykki nú sést.
Eldgosin fyrrum allan skelfdu lýð,
en öllum þetta boðar hagkvæmari tíð,  
boðar það fólki hvar bezt sé verzlanin,
bezt og mest hver fái fyrir skildinginn.
Bóndi! Konu þinni kauptu herðasjal,
klukku eða nærskjól sem kostar rúman dal.
Klukka sem að gengur 16 daga í senn,
sýnist hentug fyrir lata eiginmenn!
Saumavél og bolti sem að strauar lín
sveinn minn ungi gefðu kærustu þín,
gefðu henni taurúllu trúðu þá mér
að talsvert mun hún brosa ljúfara að þér.
Og einnig þú sem kæta vilt kærasta þinn
kauptu honum ekki á jólapelann sinn,
kauptu honum hlutabréf i Heklu þess í stað,
harla mikil framsýni og búhnykkur er það.
Gefa skaltu börnunum bæði kerti og spil,
brauði og karamellum þau munu gera skil.
Skeinktu honum afa skrotóbakspund,
skemta mun það honum og kæta hans lund.
Kauptu henni ömmu kaffi, sykur, rót,
kunn er hún að því að meta þetta dót,
og kjósi hún að urýgja kaffihárið sitt
kauptu henni brennara, það er ráðið mitt.
Hangið kjötið veitir Heimastjórnarlýð
heljar mikinn styrk eftir kosningarhríð.
Svo er líka kæfa og Sjálfstæðissmér
sjálfsagt mun það étið af Landvarnarher.
Lærðu nú vinur litla sálminn minn,
lærðu hann og komdu í búðina inn,
því víðar er samkepni en suður við pól.


Samkepnin lifl!
Ingimundur

1 ummæli:

  1. Sennilega eftir Ingimund Bernharðsson á Stokkseyri, f. 1893.
    Var samið fyrir auglýsingu Kaupfélags Heklu og birtist t.d. í Suðurlandi 2.des 1911

    SvaraEyða