HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 5. mars 2014

GAMLI GÓÐI BAKKINN

Þar átti ég bernsku við brimsorfin sker
Og bjartasta hamingju daga.
Um gamla Bakkan er minningin mér
svo margþætt og hjarfólgin saga.
Hún er ekki um hallir né höfðingja slot
né háreysti á strætum og torgum,
heldur um einyrkjans ævi og kot
með erfiði gleði og sorgum.

Þótt oft væri lítið í búinu um brauð
og börnunum veturinn langur
og lifðu þar fáir við alsnægtar auð,
var alfaðir sjaldan of strangur.
Og Bakkinn er óðal mitt þrátt fyrir það,
og þangað huga minn dreymir.
Því bið ég drottinn að blessa þann stað,
sem bernsku sporin mín geymir.
Aron

1 ummæli:

  1. Guðmundur Aron Guðbrandsson er fæddur á Eyrarbakka árið 1905. Faðir hans var verkamaður og mesti ljúflingur. Móðir hans Guðrún Aronsdóttir, var gáfuð og mikil skapkona. Þau áttu heima í Merkigarði og voru fátæk, áttu enga kú. Þegar Aron var 15 ára keypti hann kú á 400 kr. Það voru hans fyrstu viðskipti, en síðar stofnaði hann Kauphöllina í Reykjavík.

    SvaraEyða