HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

sunnudagur, 10. ágúst 2014

Jón Grímsson á Stokkseyri

Jón, sem Grími getinn var,
gnoð frá landi keyrir.
Hræðslu-brim ei hann skaðar,
þó hrönn við glymji fjörurnar. 

2 ummæli:

  1. Jón Grímsson formaður frá Grímsfjósum á Stokkseyri átti skip sem "Hafrenningur" hét, aflaskip mikið. Jón hafði það fyrir reglu á Sumardaginn fyrsta, að gefa eina flösku af brennivíni í hvert rúm í sjóbúðinni. Síðar fékk hann nýtt skip, sem reindist síður fiskið. Meðeigandi af skipi þessu var bróðir Jóns, Hákon á Dísastöðum.

    SvaraEyða
  2. Á þessum árum rétt um aldamótin 1900 sigldu tvö seglskip til Stokkseyrarverslunar. Annað hét "Kamp" með vörur fyrir verslunina Edinborg er Ásgeir Sigurðsson rak en hitt "Solid" fyrir verslun Ólafs Árnasonar og voru bæði frá Mantal í Noregi. Kamp strandaði austan við Þjórsárós í foráttu brimi, eftir að hafa horfið frá því að reina að komast inn til Stokkseyrar.

    SvaraEyða