HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 16. ágúst 2014

Jón Sturlaugsson hafnsögumaður á Stokkseyri

Við eigum marga, djarfa drengi,
— sem duga bezt, — þá reynir á.
Og þú varst einn, sem vannst svo lengi
með von í brjósti' og frama þrá;
með ári hverju óx þér gengi.
Þér auðnan veitti marki að ná.

Þú djarfur varst á sóknar-svæði,  
en sífellt hygginn, — gætinn þó.
Þó kylja oft á kinnung stæði,  
var kapp með festu, — stilling, ró;
varst sístarfandi' á grund og græði,
með gleði sagðir: „Starfið er nóg".

Nú heilum vagni heim er ekið.
Haf þökk fyrir allt, í lengd og bráð.
Þú hefir höfn með heiðri tekið,  
og hlotið nafn í sögu skráð.
Þig skorti aldrei þrótt né þrekið,
og þá er æðsta marki náð.

Það verður hljótt í Vinaminni,  
því vinur kær er horfinn braut.
Þar ríkti gleðin ávallt inni,
og alúðar þar margur naut.
Þau fyrnast ei hin fornu kynni,
þó faðmi þig nú móðurskaut. 

Önnur formannsvísa um Jón

1 ummæli:

  1. Jón Sturlaugsson 1868-1938 var lengi hafnsögumaður á Stokkseyri jafnframt því að vera einn fræknasti formaðurinn þar um slóðir. Jón var bjargvættur margra sjómanna sem komust í hann krappan við brimsundin á Stokkseyri.

    SvaraEyða