HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 26. ágúst 2014

"VOR" á Eyrarbakka

Vorið ennþá vinnur tafl, 
veröld sólar nýtur; 
tilverunnar tvískift afl 
tengir bæði og slítur.

Geislaböndin glittir í, 
glatt á söndum vaka; 
sær og ströndin sumarhlý 
saman höndum taka
Maríus.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli