HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 14. apríl 2015

Eljumaðurinn

Þú ríst úr þínu rúmi glaður
er roða slær um austurfjöll.
Þú ert hinn mikli eljumaður,
unz æfi þín er gengin öll.

Og þótt við heyrum aðra alla
sín æfa ráð um verka föll
þú lætur aldrei aldrei falla
úr æfðri hendi verkin snjöll.

Svo þegar önnur ljósin lýsa
og ljóma slær á nýja strönd,
í öðru lífi upp munt rísa
til æðra starfs með verk í hönd.

Þar verður gaman þig að finna,
að þrotnu lífi í meinahjúp,
og sjá þig áfram vaka og vinna

við visku og kærleiks ómæld djúp.

Bjarni Eggerts 1948

Engin ummæli:

Skrifa ummæli