HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

þriðjudagur, 14. apríl 2015

Sjóferðin

Aldan rís við himinn há,
hristir faxið bjarta.
Bárufáki bylur á,
ber þó ekki að kvarta.

 Drögum voð að hæsta hún.
 Háu boðagjóstin
 á að troða og öldubrún
 undir gnoðabrjóstin.

Þó að báran brött og há,
brotni fyrir stafni,
leggjum næstu öldu á
enn í Drottins nafni.

Treystum guði, gögnin hans
gjarnan munu duga.
Og í báru bröttum dans
bjartan sköpum huga.

Sakar ei um úfna dröfn,
þótt eitthvað sé í vegi.
ef vér náum heim í höfn

heilu lífi og fleyi.

Bjarni Eggerts 1948

Engin ummæli:

Skrifa ummæli