HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 31. maí 2014

Kerlingin þagði

Margir héldu mig málugan mann, 
mælti kerling orðskvið þann, 
þagað gat ég þó með sann 
þegar hún Skálholtskirkja brann.

1 ummæli:

  1. Þegar. kirkjan í Skálholti brann, 1532, var kerling ein á staðnum sem
    þótti málgefin. Þegar henni var brugðið um málgefni, sagði hún að slíkt væri ranglega á sig borið, því fyrst manna hefði hún séð loganna í kirkjunni, en hefði getað þagað yfir því. Um hana er þetta kveðið, en höfundur er ókunnur. [Þjóðviljinn 26,06,1938]

    SvaraEyða