Hljóðs eg bið, því ætlað er
óðarklið að glæða,
Bragi og Iðunn bjóða mér
bæði lið til kvæða.
Um formenn svinna yrki eg óð,
sem Ægi vinnu sóru,
efni minna oft í Ijóð
aðrir tvinna fóru.
Stríða þeir aldinn Ægi við,
oft er baldin láin,
þá veðra galdra- gernings lið
grefur kaldan sjáinn.
Hamaðist gjarnan haf og loft.
hrönnin sparn við borðum,
veðrum barnir vóru oft,
sem víkingarnir forðum.
Svignuðu rengur, sungu bönd,
sátu þó lengi á mari,
margan fenginn flutti á strönd
frækinn drengja skari.
Þegar hrundi brönnin blá,
og hampa mundi fleyi,
hressar í lundu hetjur þá
hræðast sundin eigi.
Hagyrðingar lipurt ljóð,
láta hringast saman.
Vilja syngja sævar-þjóð
Sunnlendingagaman.
Spói og Þröstur.
SELVOGUR:
Þóraririn Snorrason,
frá Bjarnastöðum:
Bjarnastaða búandinn
býst með djarfa sveina,
þreklundaður Þórarinn
þóftu-skarf að reyna.
Þó að veður vaxi stinn,
bg væti Úður breka,
þorski hleður sjótin svinn
siglu- prúðan dreka.
ÞORLÁKSHÖFN:
Bjarni Grímsson frá
Stokkseyri:
Bjarni slynga happa-hönd,
hefir á þingum vanda,
djarfur þvingar ára-önd
út á hringinn-landa.
Frækinn drengur fram um ver,
fiskað lengi getur.
Stýrir „Feng" og eitthvað er
ef öðrum gengur betur.
Gísli Gíslason, úr
Reykjavík:
Reykvíkingur Gísli glatt,
girðist slygur verjum,
teinæringi hrindir hratt,
Hrönn þó glingri á skerjum.
„Kára" stýrir höndin hög
Hlés um mýri breiða;
ára-dýri um úfinn lög,
öldin snýr til veiða.
Guðfinnur
Þórarinsson,
af Eyrarbakka:
Stýrir flausti fengsamur,
fjarðar-roða-eyðir,
gætinn, hraustur Guðfinnur,
gegnum boðaleiðir.
Lætur þreyta „Fálkann" flug
flóðs um reiti kalda,
drengja sveitin sýnir dug,
sær þótt bleyti falda.
Ivar Geirsson, af
Eyrarbakka:
Kafteinn ör á öldu-jó
Ivar Geiri borinn,
æ með f jöri sækir sjó,
seigur, eirinn, þorinn.
„Vonin" flýtur ferða-trygg,
— faldar hvítur boðinn —
sundur brýtur báru-hrygg,
byrjar nýtur gnoðin.
Jóhann Guðmundsson,
frá Gamla-Hrauni:
Jóhann eigi hefir hátt,
Hrönn þótt veginn grafi,
hleður fleyi fiski þrátt,
fram á regin-hafi.
Lætur skeiða „Svaninn" sinn
sels- um breiða móa,
hefir leiði út og inn,
oft með veiði nóga.
Jón Jónsson, frá
Norðurkoti:
Jón' við Norður- kendur kot,
kappa forðum jafninn,
lét úr skorðum skríða á flot
skötu-storðar hrafninn.
„Farsæl" hleypir hnýsu tún,
hjálmunvalar gætir,
ærið gneypur undir brún,
Unn þá fjalir vætir.
Jón Sigurðsson, af
Eyrarbakka:
Heldur geyst um sila svið
súða-teistu á floti,
jafn að hreysti og jöfrasið
Jón frá Neistakoti.
„Marvagn" hleður hetja kná,
— hlakkar voð í gjósti.
Syngja veður, svignar rá,
sýður froða á brjósti.
Kristinn Þórarinsson,
af Eyrarbakka:
Einn er Kristinn aflakló
af álma-kvistum haldinn,
kjark ei misti kempan, þó
Kári hristi faldinn.
„Margrét" hryndir hart á mið
Hlés- um strindi breiða. —
Hamist vindur, hugað lið
herðir i skyndi reiða.
Ólafur Einarsson, frá
Butru:
Úr Fljótshlíð hann Ólafur,
öldu- býðir jórinn,
þótt í hríðum Hræsvelgur
hrukki ófríða bjórinn.
Stýrir „Isak" ótrauður,
áls- um heiði breiða,
altaf fýsist formaður
fram á leið til veiða.
Formannavísur úr verstöðvunum austanfjalls
kveðnar af: »Brúsa«, »Þresti« og »Spóa« 1914.
„Sunnlendingagaman" voru þær látnar heita, formannavisurnar, sem ortar voru veturinn 1914, um allar verstöðvarnar austan fjalls. Byrjaði Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum (Brúsi) og orti um flesla formennina í Þorlákshöfn, en hann var þar til róðra í marga vetur. Síðan tóku við Einar Sæmundsen skógfræðingur (Þröstur), sem þá átti heima á Eyrarbakka, og síðan Karl H Bjarnason (Spói) fyrrum ritstjóri Eyrarbakka. Vísurnar
SvaraEyðaeru allar ortar í gömlum rímnastíl.